Tölfræðiverkefni

 Ég var að gera tölfræðiverkefni í skólanum. Það var skipt í hópa, 2 saman í hóp.

Ég fann þessar upplýsingar inná hagstofa.is fór þar í iðnaður og orkumál og skólamál copyaði það inná excel og gerði súlurit. Ég gerði tölfræðiverkefni um olíunotkun og skólamál.  Ég og vinur minn gerðum glogsterverkefni um það sem við vorum búnir að læra af inná hagstofa.is. Ég bjóst ekki við svona löngu verkefni útaf ég og vinur minn gerðum smá vitleysu í byrjun og þá tók þetta okkur ennþá lengri tíma. Ég bjóst ekki við að bílar og tæki notuðu meiri ólíu en flugvélar útaf flugvélar nota mjög mikið olíu í einu flugi. Mér fannst þetta verkefni bara ágætlega skemmtilegt og ég lærði meira um excel og einhver forrit sem eru í tölvunum í skólanum og lærði mikið á glogster. Takk fyrir mig :)


Blogg um veturinn

Í vetur er ég búinn að vera að læra um margt t.d íslensku, stærðfræði og ensku.

 

Hér getið þið lesið það sem ég er búinn að læra um í vetur.  

Í vetur er ég búinn að vera að læra meira í stafsetningu. Ég er búinn að læra um ng og nk, i og y, lítill og stór stafur, einn eða tveir stafir og skiptingu orða. Í vetur er ég búinn að vera í Mál í mótun sem er íslenskubók til þess að læra meira í Málfræði. Alltaf á morgnanna lesum við í yndislestri, ég er búinn að lesa 11 bækur í vetur. Í vetur er ég búinn að vera í ensku. Í ensku er ég búinn að skrifa í tölvu um my favorite animal , my best friend og blogga um það. Ég er líka búinn að vera í prófum t.d munnlegu prófi. Í vetur er ég búinn að vera í stærðfræði. Málþættirnir  sem ég er að læra um í stærðfræði heita margföldun og deiling, almenn brot, tugabrot, mælingar og núna er ég í hnitakerfi. Í vetur fór ég með skólanum í Boot camp á einhverskonar æfingu. Ég fór líka með árgangnum í Bíóparadís á mynd sem heitir Á norðurslóð. Í vetur er ég búinn að gera verkefni um Ljónið nornin og skápurinn. Ég gerði bók með fullt af blöðum í sem ég teiknaði og skrifaði á, fyrsta blaðsíðan eru föt og fatahengi og síðan fórum við í próf úr Ljónið nornin og skápurinn. Í vetur var ég að læra um Eglu um líf Egils Skallagrímssonar, faðir hans, börnin hans og konuna hans. Egill Skallagrímsson drap 7 ára strák þegar hann var 5 ára útaf hann var að stríða honum. Í vetur var ég að lesa bókina Benjamín dúfu sem er um líf 4 drengja sem lenda í ýmsum ævintýrum síðan gerðum við próf úr henni. Mér hefur liðið mjög vel í kennslustundum útaf mér finnst eiginlega allt svo skemmtilegt. Ég er oftast í fótbolta í frímínútum og uppbroti því að ég æfi fótbolta og mér finnst hann skemmtilegur. Mér finnst íþróttir og stærðfræði skemmtilegustu tímarnir í skólanum útaf ég er mikið í íþróttum t.d fótbolta og að hjóla og mér finnst stærðfræði skemmtileg og ég er góður í henni. Mér fannst stundum erfitt að skrifa ensku því ég er miklu betri að tala ensku en að skrifa hana. Það sem mér fannst mest standa upp úr er stærðfræði því mér finnst alltaf gaman í stærðfræði. 


My best friend

I did a project about my best friend. I know everything about this friend because he lives in my house. I did my brother as a best friend because I have so many friends and it is hard to pick a single one.

Ferilritun

Ég er búinn að vera að gera ferilritun í vetur og þetta er ritun sem ég valdi til að setja inn á bloggið mitt.

 


My favorite animal

I got my information on google and wrote much by my self.

 

It was not hard to write on english.

 

It was hard to write when I got 70 words and I needed more words and then I got my information on google.

 

It was easy to write how it looks like.

 

I like this project and it was fun.

 

 


Hvalir

Hvalaverkefni
Við lásum um hvali úr bókinni Villtu spendýrin okkar.
 
Stærðfræði teiknuðum hvali á skólalóð. 
 
Við útbjuggum vinnubók, ég gerði almennt um hvali, tannhvalir, skíðishvalir, hæka, krossglíma og hvalveiðar.
 
 Ég gerði einn tannhval og einn skíðishval, tannhvalurinn var grindhvalur og skíðishvalurinn var hrefna en ég valdi grindhval.
 
Ég lærði um hvað þeir borða, hvað þeir eru stórir, hvað þeir eru þungir, ég gerði Power Point, ég lærði að gera hæku fyrst eru 5 sérhljóðar i fyrstu línu og siðan 7 og síðan 5 aftur, ég gerði hvalveiðar tildæmis hvernig skipin voru í gamladaga, hvað þeir notuðu hvalinn í t.d. lýsi, ljós og kjöt, þegar við gerðum Power Point gerði ég uppkast og skrifaði svo í tölvuna. Ég gerði alltaf uppkast áður en ég gerði blátt blað.

Höfundur

Andri Már Valdimarsson
Andri Már Valdimarsson
Ég heiti Andri Már og er í Ölduselsskóla. Ég held með Liverpool.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband